15 október 2007

Víst að...

Nýjasti misskilningurinn í íslensku málfari. Ekki nóg með að fólk segi mér langar og ég vill heldur er fjöldinn allur af fólki farinn að segja/skrifa „víst að“ þegar það meinar „fyrst að“.

Dæmi:
Víst að við vorum komin þangað ákváðum við að ...“
Fékk tölvupóst í dag þar sem stóð: „Víst að þetta virkar hjá þér höfum við ekki áhyggjur.“ Af hverju? Fyrst að þetta virkar þá...

Þetta þykir mér alveg með ólíkindum slakt málfar. Ég man ekki hvenær ég heyrði þetta fyrst en þá hélt ég að mér hefði misheyrst. Síðan fór ég að sjá þetta á bloggum og nú síðast í tölvupósti.
Þessu verður að linna. Ég er brjálaður og djöfull hlýtur þetta að vera leiðinlegasta blogg sem ég hef skrifað lengi.

E.s. Óska eftir því að þeir sem hafa hingað til sagt og skrifað „víst að“ viðurkenni afglöp sín í athugasemdunum. Biðji mig og aðra Íslendinga afsökunar og hugsi sinn gang.

E.e.s Maður segir líka „Ég vil“. Maður getur sagt ég vill ef maður bætir -ist fyrir aftan...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli