06 nóvember 2007

Ekki gera ekki neitt...

Hélduð þið virkilega að ævintýrið um tónlistarskóla Eyjafjarðar væri búið? Síður en svo get ég sagt ykkur.
Fyrir ykkur sem þekkið ekki ævintýrið þá getið þið lesið um fyrsta hlutann hérna og annan hlutann hérna.

Krafan sem ég fékk í júlí var upp á 11.002 krónur. Þann 6. nóv. var krafan enn þá í heimabankanum mínum og komin í 21.358 krónur. Sem er rífleg hækkun.

Á mánudaginn hringdi í mig dama frá hinu siðsama og frábæra fyrirtæki Intrum. Innheimtufyrirtæki sem tekur að sér að þröngva fólki í anus og fólkið þarf að borga fyrir það.

Stelpan var hin almennilegasta, kynnti sig og spurði mig síðan hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað í þessari skuld minni við tónlistarskólann. Annað hvort að borga hana eða þá að semja um greiðsluna.

Ég sagði bara pent nei. Ég ætlaði sko ekki að borga eina einustu krónu í þennan skíta andskotans tónlistarskóla.

Af hverju spyr hún?

Ég bý á stúdentagörðum í 101 Reykjavík og er í Háskóla Íslands að læra hagfræði. Það segir þér allt sem segja þarf. Ekki lærir maður á hljóðfæri í fjarnámi þannig að þú hlýtur að átta þig á því að ég er ekki að fara að borga einhver helvítis skólagjöld í þennan drulluskóla.

Mjög skömmu síðar bætti ég því við að það væri alls ekki meiningin að vera ókurteis við hana. Ég hefði fullan skilning á að þetta væri ekki eitthvað sem hún stjórnaði. Þetta væri bara svo óskaplega pirrandi og hélt einhverja skammarræðu yfir henni.

Ég sagði henni síðan alla sólarsöguna. Hún ætlaði að senda eitthvað í drulluskólann og reyna að fá þá til að fella þetta niður og eitthvað bla bla.

Ég sagði henni að hún og drulluskólinn fengju frest fram á miðvikudag. Þá tæki ég til minna ráða.
Hún sagði að það væri of knappur tími og bað um frest út vikuna.´

Þá benti ég henni á að ég hefði fengið fyrstu kröfuna í júlí og fljótlega eftir það hafið aðgerðir til að losna undan þessu rugli. Því væri það alls ekki þannig að fresturinn væri knappur. Alls ekki.

Við sættumst á fimmtudaginn kl. 8 um morguninn. Ef krafan verður enn þá inni í heimabankanum þá fer ég með þetta mál á næsta level. (Verð sennilega ekki vaknaður á slaginu kl. 8 þannig að fresturinn er sennilega til svona c.a. 10 en hún veit það ekki.)

Ég spurði hana líka hvort hún gæti innheimt kröfu fyrir mig á tónlistarskólann, aka drulluskólann, vegna alls þessa vesens. Hún var ekki viss...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli