26 nóvember 2007

Feitir fari í stigann


Var á labbi með félaga mínum í ónefndri byggingu. Ég ætlaði að fara að rölta stigann upp á næstu hæð þegar hann stingur upp á því að við tökum lyftuna.

"Lyftan er bara fyrir feita fólkið sem á erfitt með að labba upp stigann"
sagði ég.

"Lyftan er fyrir granna fólkið sem er í formi. Stigin er fyrir feita fólkið sem hefur gott af því að brenna svolítið og stundar enga hreyfingu" sagði hann þá.


Ég tapaði rökræðunum og við tókum lyftuna...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli