14 nóvember 2007

Frjálshyggjan í hnotskurn?

Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld eru íslenskir stangveiðimenn óttaslegnir. Málið er að einkaklúbbur auðkýfinga, eins og það var orðað, sem kallar sig Everland hefur sett stefnuna til Íslands. Klúbburinn kaupir upp góðar "stangveiðiperlur" víðsvegar um heiminn. Einungis þeir sem eru meðlimir í Everland fá síðan að veiða í "perlunum" en það ku kosta um 1 milljón dollara að ganga í klúbbinn. Sem sagt fyrir auðkýfinga.

Nú spyr ég er þetta ekki bara hið besta mál? Er þetta ekki frjálshyggjan í hnotskurn? Þeir sem eiga mestan pening geta keypt það sem þá langar, hinir sem eiga ekki jafn mikinn pening verða að gera eitthvað annað.
Ég væri allavega meira en til í að sjá frjálshyggjumenn eins og Gísla Valdórsson, Vilhjálm Kjartansson og Friðbjörn Ketilsson útlista okkur um þessi mál. Segja okkur hvað frjálshyggjan sé frábær í alla staði og gallalaus. Þeir geta allavega reynt að útskýra þetta hagfræðilega fyrir "vælukjóunum" í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem virðast hafa áhyggjur af þessu.

Vonandi geta íslenskir stangveiðimenn veitt eitthvað annað en marhnút í framtíðinni. Myndin er fengin af námsvef Hafrannsóknarstofnunar og Námsgagnastofnunar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli