06 nóvember 2007

Lendingargjöld í Reykjavík

Kristján Möller samgönguráðherra sagði á Alþingi að hann hygðist hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli til að reyna að minnka flugumferð um völlinn. Þetta kom fram í fjölmiðlum í gær eins og sjá má til dæmis hérna.

Mynd: Fréttablaðið/Vísir.is
Þessi setning er meðal annars höfð eftir Kristjáni á Vísi: "Það hefði komið honum á óvart að tekjurnar væru ekki háar og unnið væri að því að breyta því þannig að tekjurnar myndu aukast. Sagði ráðherra að með því að hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli mætti leiða líkur að því að lendingum einkaþotna myndi fækka. "

Það kom honum sem sagt á óvart að tekjurnar væru ekki miklar.

Ég skrifaði grein á Fréttablaðinu í sumar um öryggiseftirlit með einkaflugvélum á Reykjavíkurflugvelli. Í henni kom meðal annars fram að lendingargjöldin eru um 600 krónur fyrir hvert byrjað tonn sem flugvélin vegur. Ég fann út að einkavélarnar sem eru hvað vinsælastar hjá okkar mönnum vega um 20 tonn. Það kostar því um 12 þúsund krónur að lenda einkavél hérna í Reykjavík. Eru menn hissa á því að tekjurnar séu ekki mjög háar?
Það kom einnig fram í greininni minni að stæðisgjöldin fyrir vélarnar eru um 70 krónur á klukkustund eftir fyrstu 6 stundirnar sem eru fríar.

Það mætti því segja mér að það þyrfti að hækka þessi gjöld um einhver hundruð prósent til að draga úr umferðinni.

Fréttina sem ég skrifaði má lesa hérna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli