08 nóvember 2007

Ólöglegt upphal

Hann Páll Óskar fer mikinn þessa dagana. Ný geislaplata sem hann hyggst gefa út dúkkaði upp á Torrent.is þar sem heilar átta manneskjur hlóðu henni niður áður en Palli gat stöðvað ósómann.

Palli hefur verið með digrar yfirlýsingar um fátækt tónlistarmanna, Hrói höttur eitthvað og svo frameftir götunum. Hann meir að segja vinnur stundum rúmlega 24 klukkutíma á sólarhring sé eitthvað að marka orð hans.

Að lokum lýsti hann því yfir að hann ætlaði að rukka labbakútinn úr Grafarvogi, sem bauð upp á diskinn á Torrent.is, sem nemur andvirði átta geisladiska.

Svo koma Stef-arar og segja okkur frá því hvað hinn og þessi iðnaður stórtapar á þessum þjófnaði. Bera þetta saman við barnaklám, búðahnupl og ég veit ekki hvað og hvað.

Eflaust er hægt að sýna fram á að svona niðurhal dragi að einhverju leyti úr sölu efnisins. Þó er það ekki víst. Í það minnsta deila sérfræðingar um það og benda á rannsóknir sem sýna hvort tveggja.

það sem pirrar mig alveg helling eins og t.d. með Palla er það að menn eins og hann virðast ekki átta sig á því að einhver hluti (mestur hlutinn held ég) af þeim sem sækja diskinn eru neytendur sem hefðu aldrei keypt hann. Ef þeir ná í diskinn og líkar vel við hann eru þeir líklegri til að mæta á tónleika og þess háttar sem Palli stendur fyrir. Sem sé auglýsing fyrir hann.

Með þessu er ég alls ekki að reyna að segja að hann "græði" eitthvað á þessu heldur að reyna að benda á að t.d. í þessu tilfelli eru Palli og Sena síður en svo að tapa andvirði átta seldra geislaplatna.

Kvikmyndirnar eru annar kapítuli. Þrátt fyrir mikla samkeppni kvikmyndahúsanna hækkar verðið jafn og þétt og sameiginlega. Dollarinn er þessa dagana í sögulegu lágmarki en ekkert ber á verðlækkun. Meir að segja er smáa letrið þannig að sé myndin lengri en X, sé hún sýnd í starfrænum gæðum eða sé einhver einasti möguleiki á einhverju þá kostar 50 krónur aukalega að sjá myndina. Samt byrjar hún enn þá 20 mínútum eftir auglýstan tíma því það þarf að auglýsa og við fáum hlé til að kaupa aftur í sjoppunni...

Lifi torrent....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli