29 nóvember 2007

Lyf í matvöruverslanir

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði á morgunverðarfundi í morgun að það þyrfti að breyta lyfjaumhverfinu hér á landi. Það mætti til dæmis vel hugsa sér að selja lyf í matvöruverslunum og auðvelda póstverslun með lyf.

Inga Lára Hauksdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Lyfjum og heilsu sagði að það væri óæskilegt að selja lyf í matvöruverslunum þar sem um sé að ræða vöru sem þurfi bæði sérstaka meðhöndlun og þekkingu þeirra sem selja þau.
Undir þetta tekur Sigurbjörn Gunnarsson framkvæmdastjóri Lyfju.

Í grófum fréttum er fréttin svona á Mbl.is.

Burtséð frá skoðunum fólks á því hvort það ætti að leyfa sölu lyfja í matvöruverslunum, þá kemur það einhverra hluta vegna ekkert á óvart að yfirmenn hjá tveimur stærstu lyfsölukeðjum á Íslandi séu andvígir þessari hugmynd!

Auðvitað eru þessar tvær keðjur, sem einoka lyfjamarkaðinn, á móti því að opna markaðinn fyrir öðrum.

Mín skoðun. Að sjálfsögðu á að leyfa sölu á lyfjum í matvöruverslunum. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um lyf sem eru ekki lyfseðilskyld. Ég hreinlega sé ekki nein rök fyrir því af hverju svo ætti ekki að vera. Og ég hreinlega trúi því ekki að það séu einhverjir á móti þessu, aðrir en Vinstri grænir og keðjurnar Lyfja og Lyf og heilsa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli