22 nóvember 2007

Páll Óskar og höfundaréttur

Ég skrapp í smá stund á NASA um helgina. Þar var útgáfupartý Páls Óskars. Á milli þess sem hann söng var hann plötusnúður og spilaði fjöldann allan af fínum lögum.

Þá fór ég að velta einu fyrir mér. Þarna spilar hann fullt af góðum lögum. Nýleg lög og jafnvel "mixuð" lítið eitt.

Þar sem hann er prinsipp-maður (sbr. lætin þegar platan hans fór á torrent.is um daginn) þá hvarflar ekki annað að mér en að hann nálgist alla sína tónlist á löglegan hátt og borgi fyrir hana.

Auðvitað má gera ráð fyrir að maður sem hefur m.a. atvinnu af því að spila tónlist eftir aðra eyði einhverjum peningum í það. Mér leikur hins vegar meiri forvitni á að vita hvernig hann kemst yfir suma af þessari tónlist sem hann spilar. Lög sem ég efast um að sé búið að gefa út á geisladiski.

Ætli hann kaupi þau í iTunes búðinni? Nei alveg rétt Íslendingar mega ekki kaupa tónlist þar...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli