09 nóvember 2007

Sjónvarpsþyljur

Fregnir segja að Rúv ohf hafi verið að ráða sjónvarpsþulur til starfa.
200 sóttu um fjórar stöður. 10% umsækjenda voru karlmenn en einungis konur voru ráðnar.

Nú er ég að velta því fyrir mér hvort jafnréttislögin gildi bara í aðra áttina? Ef einhver af þessum 20 karlmönnum kann að lesa, og er ekki eins og fífl í framan, hefði þá ekki verið réttast að ráða hann?

Af öðrum málum er það að frétta að mín bíður enn þá ógreidd krafa í heimabankanum frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hún hækkar um 500 krónur á dag. Fresturinn sem ég gaf Intrum (spáið í það að vera í þannig stöðu að ÉG gef Intrum frest til að bregðast við minni kröfu) er liðinn. Það þýðir frekari aðgerðir af minni hálfu. Nánar um það eftir helgi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli