26 nóvember 2007

Ísrael og Evrópa

Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju Ísraelar taka þátt í evrópukeppnum eins og ekkert sé sjálfsagðara!
Ísrael er ekki í Evrópu og er meir að segja langt frá því. Samt taka þeir þátt í Evrópukeppninni í fótbolta og körfubolta og keppa sem Evrópuþjóð þegar málin standa þannig. Er það ekki rangt?
Einhverjir hafa bent á að í Ísrael búi svo mikið af Evrópumönnum, Evrópskum gyðingum. Því sé þetta réttlætanlegt. Á sama tíma vilja arabaþjóðirnar í kring ekkert með Ísraelana hafa í svona keppnum. Vilja ekki sjá þá.

Mín skoðun er sú að Ísraelar eigi ekki að fá að taka þátt í Evrópukeppnum. Það eru hreinlega engin landafræðileg rök fyrir því, burtséð frá því hvort þeiri eigi enga vini þar sem þeir eru.

Einnig má velta Bretunum aðeins fyrir sér. Nú keppa þeir eins og hentar best í hvert skipti. Í fótbolta hafa allar þjóðirnar á Bretlandseyjum sitt eigið lið. Í frjálsum íþróttum keppa þeir hins vegar undir merkjum Bretlands. Það nær náttúrulega engri átt að það sé bara hægt að haga þessu eins og menn vilja!

Ísrael er merkt með rauðum punkti þarna einhverstaðar langt frá Evrópu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli