02 nóvember 2007

Tölvulaus

Æðri máttarvöld ákváðu í vikunni að fórna tölvunni minni. Hún er ónýt. Hvíl í friði.
Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta.
Síðustu daga hef ég sem sagt verið tölvulaus og jafnast það á við að vera hauslaus eða svo gott sem.
Hvað er líf án tölvu spyr ég??? Getur einhver svarað því?

Það má bæta því við að tölvan var rétt skriðin yfir tveggja ára og tveggja mánaða afmælið sitt. Sem þýðir að hún var komin tvo mánuði fram yfir ábyrgð... Hvað varð um þá hugsjón að framleiða hluti sem endast?

Nokia 5110 síminn. Man einhver eftir honum? Það er fullt af fólki sem á enn þá svoleiðis síma og batteríið endist enn þá í marga daga.

Ef einhver hefur keypt sér nýja fartölvu, af því hin var orðin svo léleg og á þessa gömlu enn þá, skal ég taka það að mér að "strauja" hana og gera hana góða. Í staðin myndi ég nota tölvuna í þessu millibilsástandi.

Allir að eiga gamla fartölvu...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli