05 nóvember 2007

Ótrúlegt

Þetta er mynd sem sýnir stærð 315 milljarða bandaríkjadala. Neðst niðri í horninu eru tveir svartir punktar. Annar er meðalstór bíll og hinn er meðalstór karlmaður.
Turninn er yfir 137 metrar á hæð og 38X61 metri á breidd og lengd.
Til samanburðar er turninn sem rís við Smáralind 78 metrar á hæð eða 50 metrum lægri.

En hvað endurspeglar þessi peningaturn?
Jú hann sýnir hluta af þeim peningum sem Bandaríkin hafa eytt í stríðsbrölt í Írak og Afganistan. Þó ekki hverja einustu krónu því þeir hafa eytt meira og eiga eftir að eyða meiru.

Á heimasíðunni þar sem þessi mynd er tekin er hægt að sjá fleiri myndir, ásamt því að sjá hvernig stærðirnar eru reiknaðar og hvað þær endurspegla. Mæli með því að allir skoði þessa síðu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli