12 nóvember 2007

Vangaveltur

Nú er staðan þannig að ég notast við GÖMLU fartölvuna mína þar sem hin er ónýt. Það tók mig nokkra daga að koma henni í nothæft stand. Setja í hana stýrikerfi og forrit þannig að hún gagnist mér í skólanum.

Það er sérstaklega eitt við þessa tölvu sem ég skil ekki. Það er DVD drif í tölvunni en hún er samt ekki nógu öflug til að spila DVD myndir? Ég hef aldrei getað horft á DVD mynd í tölvunni því hún er svo hægvirk. Enda tekur einn DVD diskur gagnamagn sem svarar til einum fjórða af harða disknum.

Fyrir ykkur sem skiljið þá er hún með 8mb skjákort og 248mb vinnsluminni.
Fyrir ykkur sem skiljið ekki þá er þetta eins og hestur sem er minna en hálft hestafl.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli