04 desember 2007

Áramótaheit

Ég er búinn að ákveða áramótaheit (annað en þetta venjulega að gera betur í skólanum og standa sig í hinu og þessu). Þegar ég fór í sturtu áðan og sprangaði í kjölfarið um íbúðina bara með handklæðið utan um mig...uppgötvaði ég hversu magnað það hlýtur að vera að ganga í pilsi! Óskaplega er kvenfólk heppið að geta gengið um í pilsi án þess að fá illt auga frá samferðamönnum sínum.
Sem sagt áramótaheitið mitt er að ganga í það minnsta einu sinni í pilsi árið 2008. Bannað að vera fullur... Er einhver geim?

P.s. það er náttúrulega ekkert svalara en þegar Beckham kom í pilsinu sínu um árið.
Það sem kemst nærst því er Axel Rose í sínu pilsi og Robbie Williams í sínu.

Þeir sem vilja kynna sér þessa tísku nánar geta skoðað þessa síðu hérna. Hún sérhæfir sig í karlmönnum og pilsum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli