03 desember 2007

Staðalímyndir í hnotskurn?

Átti leið um Egilshöll eins og svo oft áður! Þetta blasti við þegar ég gekk framhjá fimleikasalnum...

Níu pör af skóm. Átta bleik! Í ofanálag er þarna bleikur vettlingur og bleik peysa!!!

Er ekki tími til kominn að feður hætti að versla bleik föt á dætur sínar?
Eða er þetta kannski gert meðvitað af okkur karlmönnum til að venja stelpurnar strax á kynjahlutverkin og tryggja að þær sætti sig við lægri laun og láti valta yfir sig í lífinu?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli