06 desember 2007

Ungt fólk með iPod

Það pirrar mig óskaplega mikið þegar ég sé/heyri ungt fólk með iPodinn stilltan gjörsamlega í botn.
Það pirrar mig ekki mest að "soundið" úr svona tómum hausum er ekki það allra besta.
Pirrar mig meira að þetta lið skuli vera hægt og bítandi að skemma í sér heyrnina. Það er margbúið að benda á að þetta eigi eftir að verða stórt heilbrigðisvandamál í framtíðinni.

Ég sé það fyrir mér eftir nokkur ár (50 c.a.) þegar ég verð með jafnöldrunum á elliheimilinu að spjalla. Þá sitja þeir sem eru yngri bara og stara út í loftið. Alveg gapandi heyrnarlausir eftir iPod-syndir unglinsáranna. Bara verst fyrir þá að hafa verið heyrnarsljóir frá því fyrir fimmtugt...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli