31 janúar 2008

Dómstólar - eitthvað þarf að breytast

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ólafi Geir Jónssyni miskabætur upp á 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar sviptingar titilsins Herra Ísland. Niðurstaða dómsins var sú að ekki hafi verið staðið löglega að sviptingunni og að hún hafi verið meiðandi fyrir persónu Ólafs.

Þann 20. desember 2007 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar var 365 miðlum gert að greiða Magnúsi Ragnarssyni 1,5 milljónir í miskabætur vegna fjögurra ummæla sem birtust í DV og Fréttablaðinu. Ummælin voru:
,,Á sama tíma er allt í tómu tjóni í einkalífi yfirmanna stöðvarinnar, þeirra Magnúsar Ragnarssonar og...“
,, ...gengur yfirmönnum stöðvarinnar illa að fóta sig í einkalífinu.“
,,Maggi glæpur.“
,,Geðþekkur geðsjúklingur.“

Þann 17. janúar 2008 féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness. Níðingur misnotaði 5 ára systurdóttur sína mörgum sinnum á tímabilinu desember 1993 til september 1994. Hann lét hana meðal annars snerta getnaðarlim sinn og fróa sér.
Sami maður lét aðra systurdóttur sína nokkur hundruð sinnum snerta getnaðarlim sinn, fróa sér og hafa við sig munnmök. Þetta gerðist á árunum 1991 til 2001 eða í 10 ár. Fjölskylda stúlkunnar var búsett á heimili mannsins um tíma. Á því tímabili misnotaði hann hana mörgum sinnum í viku.

Maðurinn játaði brotin fúslega. Hann var dæmdur til að greiða fyrri stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur. Síðari stúlkunni þarf hann að greiða 1,5 milljónir.


Þarf ég að segja eitthvað meira?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli