04 janúar 2008

Áfallahjálp

Nú verð ég bara að tjá mig aðeins.
Síðast í morgun birtast fréttir um að flugvél frá Flugleiðum hafi ekki getað lent í Keflavík sökum slæms veðurs. Vélin lenti á endanum á Egilsstöðum. Að sjálfsögðu var öllum farþegunum boðin áfallahjálp!

Þetta samfélag stefnir í að verða þannig að það megi ekkert gerast án þess að kallað sé út áfallahjálparteymi og fólki boðin áfallahjálp.
Ég man eftir því í sumar þegar maðurinn skaut konuna sína fyrir vestan. Hún fékk einhver högl í sig en náði að flýja til nágrannana og gera lögreglu viðvart.
Að sjálfsögðu þurfti að kalla til víkingasveitina sem var flutt með þyrlu vestur. Mætti á staðinn mörgum klukkutímum síðar.
Það var sýnt í sjónvarpsfréttum þegar víkingasveitin var að athafna sig. Þeir voru að skríða í grasbrekku eina 4-500 metra frá húsi mannsins! Allir bæjarbúarnir (sem eru ekki margir) stóðu slefandi úr forvitni á meðan athöfninni stóð.
Í lok fréttarinnar kom það... "Nágrönnum mannsins var boðin áfallahjálp".

Ætli það verði einhvern tímann þannig að þegar eitthvað svakalegt gerist að öllum áhorfendum verði boðin áfallahjálp? Sem dæmi mætti nefna að það kviknaði í einhverju húsi og tveir myndu látast. Allir sem komu á staðinn til að svala fýsn sinni og horfa á atburðinn, fá að lokum áfallahjálp.

Er að fara að sækja Vigga á flugvöllinn á eftir. Hann átti að koma með flugi í gærkvöldi. Keyrði alla leið í skurðinn frá Húsavík til þess eins að fá að vita að fluginu væri frestað. Ég veit ekki til þess að honum hafi boðist áfallahjálp eftir aksturinn og þetta áfall að þurfa að keyra aftur heim til að keyra til baka í fyrramáli...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli