10 janúar 2008

Femínismi og Guð

Tvær pælingar...

Frá femínisku sjónarmiði hvort er þá betra að Hillary Clinton eða Obama vinni forsetakosningarnar í Bandaríkjunum? Fyrsti svarti maðurinn eða fyrsta konan?

Nú trúi ég ekki á Guð og er því ekki nógu fróður um hvernig þetta virkar. Það sem ég var að pæla er hvort Guð ákveði jafnóðum hver á að deyja eða er hann búinn að ákveða það fyrirfram?
Og fyrst ég er farinn að velta kallinum fyrir mér þá væri ekki úr vegi að spyrja af hverju í ósköpunum það rignir svona mikið í Reykjavík á meðan það er fullt af fólki í Afríku sem fær ekki neitt vatn að drekka?
Væri ekki rökréttast að Guð væri einskonar hagfræðingur og myndi deila gæðum á milli þannig að allir myndu njóta? Er virkilega skárra að hafa okkur brjáluð yfir helvítis rigningunni, eins og hún er gjarnan kölluð, en að svala þorsta skrælnandi Afríkubarna?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli