24 janúar 2008

Lýðræðinu hópnauðgað?

Ég skil ekki alveg umræðuna. Hálf þjóðin mótmælir því að það sé kominn nýr meirihluti í borgarstjórn og segir það ólýðræðislegt. Hinn helmingurinn segir að mótmælin séu skrípaleikur til höfuðs lýðræðinu.
Er lýðræði bara sú túlkun sem hentar mönnum í hvert skipti?

Ég get ekki séð annað en að nýr meirihluti í borgarstjórn sé meirihluti í anda lýðræðis. Þeir hafa flesta menn og flest atkvæðin og eru því komnir með völdin. Það getur bara ekki verið neitt ólýðræðislegt við það. Svona er kerfið bara.

Myndin er af Vísir.is

Hinir sem segja að mótmælin séu gegn lýðræðinu eru bara að fara með rangt mál að mínu mati. Það er hluti af frelsi fólks að mótmæla. Tími til kominn að Íslendingar taki upp í því í staðinn fyrir að malda aðeins í móinn og horfa síðan í hina áttina.
Enginn skaði er skeður þó einn borgarstjórnarfundur hafi farið í vaskinn og frestast fram á miðjan dag.

Hitt er annað mál að menn mega alveg hafa skoðun á þessu. Það er mjög eðlilegt. Það þarf samt ekkert endilega að blanda lýðræðinu inn í það. Hvað er lýðræðislegra en að meirihlutinn ráði?


Engin ummæli:

Skrifa ummæli