23 janúar 2008

Geðveik leikflétta í borgarstjórn!

Af hverju má ekki tala um það að einhver sé geðveikur? Fjölmiðlar tala um veikindaleyfi. Hugsanlega hefur verið sagt einhvern tímann vegna andlegrar vanheilsu eða eitthvað álíka.
Menn hafa ekkert val um hvort þeir verði geðveikir eða ekki. Það er hins vegar þesslags sjúkdómur að hann getur haft áhrif á starfshæfni manna. Til dæmis að menn hafi ekki eirð í sér til að sitja heilan fund. Eða eru svo sýklahræddir að þeir taki helst ekki í höndina á fólki.

Eru það fordómar að segja að geðsjúkur maður sé geðveikur? Er það svona svipað og að segja að þroskaheftur maður sé þroskaheftur? Vandamálasérfræðingar (þakka Jónasi Kristjánssyni fyrir þetta frábæra og hnitmiðaða orð) telja að það feli í sér niðurlægingu að kalla þroskahefta manneskju þroskahefta. Frekar skal kalla hana fatlaða eða andlega fatlaða.

Sumir hommar láta það fara í taugarnar á sér að vera kallaðir hommar. Þeir eru jú bara samkynhneigðir.

Fólki finnst í lagi að segja við mig að ég sé langur og/eða horaður. Fólki finnst ekki í lagi að ég segi ef það er lítið og/eða feitt.
Af hverju má einhver stelpa segja við mig að ég sé langur og mjór en ég get ekki sagt við hana að hún sé lítil og feit (og ljót en það er önnur saga).

Hvaða helvítis tvískinnungur er í gangi? Þetta er gjörsamlega óþolandi.
Svipaður tvískinnungur er t.d. í þessari frétt hjá morgunblaðinu. Þar segir að Lili Allen (sem ég veit ekkert hver er) hafi misst fóstur!!!

Af hverju má segja frá því að einhver kona í útlöndum hafi misst fóstur, eitthvað sem yrði aldrei sagt um fræga Íslenska konu í mogganum, en það má ekki segja að nýi borgarstjórinn sé geðveikur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli