18 janúar 2008

Gúglið og þér munuð finna

Það vita allir að svarið er á gúgúl leitarvélinni. Hún skríður eins og könguló um vefinn og það er fátt sem sleppur frá henni.
Ég er með teljara á síðunni minni. Fyrir utan það að segja mér hversu fáir skoða þessa síðu þá færir hann mér ýmsar upplýsingar. Meðal annars get ég séð ef einhver kemur á síðuna mína í gegnum leitarsíðu eins og gúgúl. Eða með öðrum orðum þegar einhver leitar t.d. af "andri valur" þá birtist síðan mín efst (reyndar furðu margir sem gúgla þetta og koma á síðuna mína en það er önnur saga). Sé hlekkurinn valinn og farið inn á þessa síðu sé ég það síðan í teljaranum. Hvert leitarorðið var og hvaða leitarvél var notuð.
Mér þykir þetta helvíti skemmtilegur fídus. Sérstaklega að sjá hvaða ótrúlegustu orð eru að leiða fólk inn á síðuna mína.

Síðustu daga hafa einhverjir komið á síðuna mína sem leituðu t.d. af:

-þvagleggur
-bundin með límbandi
- lyf og heilsa
-pólitískar ráðningar
-gyllinæð

Þetta eru þau helstu allra síðustu daga. Reyndar kemur gyllinæðin sterk inn. Mikið leitað af henni.
Ef við skoðum leitarorð lengra aftur í tímann sem hafa leitt fólk inn á síðuna mína þá má til dæmis nefna:

-friðarsúlan
-apótek
-taugasérfræðingur
-hvað ert þú
-kastljós
-frjósemi
-barnaníðingur
-barnaklám
-klám
-krakkaveður

Þannig að það er alveg ljóst að menn finna oft eitthvað annað en þeir eru að leita af!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli