30 janúar 2008

Kókaín á Íslandi

Sá þátt á Rúv ohf. í gær um kókaínneyslu Svía. Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta bara með öðru auganu því hitt var að horfa á mjólkurgrautinn sem ég var að elda.
Þó sýndist mér að niðurstaðan væri sú að það væri heill hellingur af fólki sem saug hvíta efnið í nefið. Segir mér svo hugur að þetta sé svipað hérna á Íslandi. Fullt af fólki sem sýgur í nefið á djamminu. Það sést bersýnilega þegar menn fara allsgáðir á skemmtanalífið um helgar. Misjafnlega mikið eftir stöðum.
Fiskisagan, um nýríka þotuliðið sem keyrir um á Range Rover, á risa plasmasjónvörp og sýgur kókaín, er mjög klassísk. Enda er það ekki á færi hvers sem er að sjúga þetta í nefið því samkvæmt heimasíðu SÁÁ kostaði grammið af kókaíni um 12-13 þúsund krónur í haust. Ég geri því ráð fyrir að verðið sé svipað nú.Maggi félagi minn skrifaði blogg um daginn um samfélagsbreytingarnar sem fylgja og geta fylgt niðursveiflum í efnahagslífinu. Bloggið má sjá í kassanum hér til vinstri.
Í framhaldi af því og þættinum í gær fór ég að velta því fyrir mér hvaða áhrif alvöru niðursveifla hefur/getur haft á fíkniefnaneyslu.
Það hlýtur að verða erfiðara fyrir fíklana að verða sér út um lausafé til að kaupa efnin. Hvað gerist þá? Á þotuliðið eftir að flykkjast í meðferð á Vog? Mun það kannski frekar skuldsetja sig enn frekar til að viðhalda neyslunni? Eða eru þessar sögur kannski ósannar og þetta eigi því ekki eftir að hafa nein áhrif?

Maður spyr sig...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli