28 janúar 2008

Málgagn fyrir innmúraða?

Ég vildi óska að ég væri áskrifandi að Morgunblaðinu. Þá myndi ég segja áskriftinni upp hið snarasta.
Skil vel að innmúraðir séu áskrifendur að málgagninu. Einhverjir sem myndu taka kúlu fyrir flokkinn. Menn sem geta ekki gagnrýnt einn einasta gjörning flokksforystunnar. Menn sem segja að ekkert sé athugavert við ráðningar hæstaréttardómara, halda að mótmælin í borginni hafi verið atlaga að heilsu Ólafs Friðriks eða með öðrum orðum menn sem vita að flokkshollusta borgar sig til framtíðar-frama.
Óskiljanlegra þykir mér að "venjulegt" fólk, kjósendur allra flokka, skuli láta bjóða sé þessa vitleysu sem Morgunblaðið hefur fram að færa. Blað sem tekur þátt í að fegra alla hluti eins flokks, það virðist sama hvað það er. Blað sem getur ekki fært gagnrýnar fréttir af "dóminerandi" stjórnmálaflokki á Íslandi síðustu ára.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli