17 febrúar 2008

Afsakið hlé árið 2007!

Ég dauðhrökk við þegar ég skipti yfir á Rúv fyrir nokkrum mínútum og ætlaði að sjá hvað væri helst í fréttum. Við mér og sennilega fleirum blasti við "afsakið hlé". Eitthvað sem ég hef ekki séð í c.a. hundrað ár.
Er ekki mögulegt að sýna eitthvað skárra en afsakið hlé? Til dæmis eitthvað myndband og hafa bara texta efst sem segir afsakið hlé?

Myndin er tekin kl.19.00 og þegar þetta er birt kl. 19.09 er búið að taka stafina en ljóti blái bakgrunnurinn er enn þá.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli