29 febrúar 2008

Laganeminn og ég

Ómar R. skrifaði blogg um þau viðbrögð sem hafa orðið við nýföllnum bloggdómi.

Ég skrifaði athugasemd hjá Ómari og sagði mína skoðun á þessu máli og mína skoðun á öðrum bloggara sem hafði tjáð sig um dóminn. Sá bloggari svaraði mér með einhverri bölvaðri vitleysu og í kjölfarið lokaði Ómar fyrir athugasemdir við þessa tilteknu færslu. Mér gefst því ekki kostur á að svara ruglinu í manninum. Því ætla ég að gera það hérna og byrja á því að birta athugasemdirnar.

Því miður þá er til fólk sem heldur að það sé í lagi að tjá sig um hvað sem er og hvern sem er án þess að þurfa nokkurn tíman að bera ábyrgð á tjáningum sínum. Þessi dómur er svo löngu tímabær og nauðsyn fyrir netið, hann er klárlega fordæmisgefandi og verður því vonandi til þess að einstaklingar hugsi sig tvisvar um áður en þeir girða niðrum sig og drulla á allt sem er þeim óþóknanlegt á netinu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson, 28.2.2008 kl. 06:40


Mitt svar kom síðan:

Ég er sammála því að það þurfi að móta einhverjar leikreglur til að spila eftir á netinu. Að fólk geti ekki skrifað hvað sem er um hvern sem er.

Í þessu tiltekna máli er ég ekki sammála niðurstöðunni. Finnst hún hjákátleg. Tala nú ekki um miskabæturnar sem eru sambærilega við það sem fórnarlömb kynferðisglæpa fá.

Mér þykir líka kostulegt að sjá menn eins og Vilhjálm Andra leggja blessun sína yfir dóminn og tala um að það gangi ekki að fólk sé að drulla yfir allt og alla.
Kostulegt í ljósi þess að laganeminn heldur úti bloggi þar sem megin tilgangurinn virðist vera að níða tiltekinn hóp fólks sem aðhyllist ekki sömu stjórnmálaskoðanir og hann. Svokallaða vinstrimenn.

Á bloggi sínu kallar hann nafngreindar manneskjur fasista, spilltar, lygara og hinum og þessum nöfnum. Þá talar hann gjarnan í hinum versta tón um vinstrimenn, vg, femínista svo dæmi sé tekið!

Er það í lagi því þetta er fólk í pólitík? Eða er þetta í lagi þegar rætt er um hóp fólks, ekki nafngreinda einstaklinga?

Það eru ýmsar pælingar sem vakna. Kannski er bara mikil þörf á því að fá úr þessum málum skorið í eitt skipti fyrir öll. Ef niðurstaða hæstaréttar verður á sama veg held ég margir mættu vara sig.

Andri Valur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:00


Í kjölfarið svarar nafni minn Vilhjálmur Andri:

Það er alltaf gaman þegar menn koma og halda þeir séu voðalega sniðugir og ætla sér að snúa upp á mann. Andri Valur ég kalla engar nafngreindar manneskjur fasista á mínu bloggi. Markmið með blogginu mínu er að benda á sjónarmið frjálshyggjumanna á ýmsum þjóðfélagsmálum. Það vill svo til að vinstrimenn eru á hinum pólnum miða við frjálshyggju og því eðlilega mjög líklegur skotspón skirfa minna.

Auðvitað gef ég vinstirmönnum og feministum ekki góðan tón enda berjast frjálshyggjumenn við ofbeldi, kúgun og þvinganir sem eru megin forsendur í stefnu feminista og vinstrimanna. Það er ekki glæpur að lýsa skoðunum annars hóps og setja þær í rétt samhengi.

Þú getur haft skoðun á hóp svo sem nasistum og sagt þá siðlaus, hættulega o.f.l. enda að lýsa skoðun þinni á stefnu þeirra ekki ráðsta á persónur ákveðinna einstaklinga.

Ég mæli svo með því að þú lesir þig betur til áður en þú lætur dæluna ganga næst.

Vilhjálmur Andri Kjartansson, 29.2.2008 kl. 02:26


Laganeminn kominn svona langt í námi og virðist ekki skilja einföldustu hluti. Hann segist ekki kalla nafngreinda manneskju fasista. Gott og vel. Í sinni allra einföldustu mynd er það rétt hjá honum. Gaukur nafngreinir ekki Ómar í þeim ummælum sem hann er dæmdur fyrir. Það myndi Vilhjálmur Andri vita ef hann hefði lesið dóminn.
Á bloggi sínu þann 23. janúar 2008 birtir Vilhjálmur Andri bloggfærslu með fyrirsögninni "Fasisminn farinn úr Mannréttindaráði". Bloggið hefst síðan á þessum orðum: "Besta við skiptin í borginn er brotthvarf Sóleyar Tómasdóttur."

Svo segir laganeminn að maður megi alveg hafa skoðun á hóp fólks og sagt ýmislegt um þá enda sé maður að lýsa sinni eigin skoðun.
Heitir hann ekki Hlynur sá sem var dæmdur fyrir að segja í DV um árið að negrar í Afríku væru latir og nenntu ekki að berja af sér flugurnar eða eitthvað álíka? Var hann að tjá skoðun sína um hóp fólks?

Hefði líka haldið að laganeminn myndi horfa gagnrýnið í dóminn og spyrja sig hvort þetta væri rétt niðurstaða. Hvort dómurinn væri hugsanlega að teygja sig full langt. Hvort það væri hugsanlegt að lögin næðu hreinlega ekki yfir svona hluti nema með einhverjum útþynntum rökum? Þetta verður jú fordæmisgefandi dómur verði hann staðfestur af Hæstarétti. Ég er ekki viss um að svo verði.
Laganeminn lætur sér lítið um finnast. Félagi hans á hægri vængnum vann dómsmál. Það er nóg til að gleðja sum hjörtu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli