15 febrúar 2008

Lögreglan gerir í sig

Annþór slapp úr gæsluvarðhaldi. Höfum fengið uppfærðar fréttir um það í allan dag í fjölmiðlum.
Lögreglan gerði þúsund húsleitir. Á meðan var Annþór online á Myspace að bjóða fólki í afmæli í kvöld!
það verður víst ekki því lögreglan fann hann inn í skáp í Mosfellsbæ seinni partinn í dag.

Þá sitja eftir nokkrar spurningar.
Hvernig í ósköpunum getur maður, sem lýst er eftir sem hættulegum, sloppið með jafn einföldum hætti úr gæslu lögreglunnar?
Fyrir það fyrsta geri ég ráð fyrir því að hann hafi verið vistaður í einhverju ákveðnu herbergi. Af hverju var það ólæst?
Í öðru lagi hefur hann eitthvað náð að vappa um stöðina því hann fór inn í geymslu og náði sér í kaðal. Er eðlilegt að menn í gæsluvarðhaldi geti gengið um lögreglustöðina og skoðað sig um án þess að nokkur verði þess var?
Í þriðja lagi fór hann inn í enn eitt herbergið, braut þar rúðu (öryggisgler stóð einhverstaðar) og vippaði sér út með kaðlinum. Er eðlilegt að það hafi tekið klukkutíma að uppgötva hvarf Annþórs?

Síðasta spurningin er einfaldlega hvort það sé ekki örugglega stór skítafar á bakinu á Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu sem þarf að skeina?

Prentmiðlarnir hljóta að svara einhverjum af þessum spurningum á morgun. Hef enga trúa á að þeir ætli bara að segja frá því sem allir vita nú þegar.

Að sjálfsögðu endar þetta mál svipað og nýleg mál sem hafa verið í umræðunni. Lögreglan skipar nefnd manna til að rannsaka hvað fór úrskeiðis hjá þeim sjálfum. Þessi sama nefnd kemst að því að enginn sé ábyrgur fyrir þessu en allt verði reynt til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Ergo enginn ber ábyrgðina þarna frekar en annarstaðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli