20 febrúar 2008

Mongólíti niðrandi orð?

Pálmar velti um daginn upp þeirri spurningu hvort orðið blökkumaður væri niðrandi orð.

Ég svaraði nei. Blökkumaður væri ekki niðrandi orð frekar en negri, hommi, lesbía, mongólíti, þroskaheftur og dvergur.
Í kjölfarið kom blogg vinkona Pálmars og sagði:
"Held að mongólíti, þroskaheftur, lessa og dvergur þyki frekar niðrandi líka.
Það er allt í lagi að fara varlega í því sem maður segir og hugsa stundum um náungan. fólk með down syndrome, með fötlun og samkynhneygður væri orð sem betra er að nota."
Þá fór ég að velta þessu fyrir mér. Er það virkilega orðið þannig að þessi fyrrnefndu orð séu orðin niðrandi? Það var mongólíti í minni fjölskyldu. Börn sjá strax ef fólk er öðruvísi og þar var ég engin undantekning. Amma sagði mér þá að systir hennar væri mongólíti og útskýrði síðan fyrir mér hvað fælist í því. Efast um að einhverjum í fjölskyldunni hafi þótt það niðrandi enda þótti öllum alveg jafn vænt um hana og aðra fjölskyldumeðlimi.
Corky úr þáttunum Life goes on.
Sennilega frægasti mongólíti okkar tíma.
Hvað með orðið þroskaheftur? Er það niðrandi? Fyrir mér er þetta bara orð sem segir allt sem segja þarf.
Að kalla þroskahefta manneskju fatlaða er eins og að kalla blinda manneskju sjónskerta. Það er kannski ekki rangt en er heldur ekki nógu lýsandi.
Fatlaður maður getur verið einfættur. Hann er bara fatlaður og svo er annar sem er kannski alvarlega þroskaheftur, hann er líka bara fatlaður!
Eins og ég segi þá finnst mér ekkert niðrandi við orðið þroskaheftur. Þó átta ég mig alveg á því að orðið er stundum notað á niðrandi hátt, þá er það þó yfirleitt þannig að fólk á grunnskólaaldri kallar hvort annað þroskaheft vitandi að hinn aðilinn sé það ekki.
Vel má vera að orðið lessa sé niðrandi. Ég sagði að orðið lespía væri það ekki og stend við það.
Að lokum þá velti ég því fyrir mér hvort orðið feitur sé hugsanlega niðrandi? Er ekki alveg nægjanlegt að tala um að fólk sé yfir kjörþyngd? Hver er annars þessi kjörþyngd?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli