04 febrúar 2008

Reykspúandi fólk

Er "rebell" eigenda skemmtistaða réttlætanlegt?
Ég hreinlega get ekki gert það upp við mig almennilega. Persónulega finnst mér talsvert betra andrúmsloft á skemmtistöðum eftir að reykingabannið tók gildi. Ég hef ekki rekist á umtalaða ólykt; svita- og prumpulykt.

Inn í þetta spilar tvískinnungur alþingismanna sem fara sjálfir í sérstakt reykherbergi til að svala nikótínfíkn sinni. Mér þætti réttast að einhver fjölmiðillinn myndi upplýsa þjóðina um þá þingmenn sem samþykktu þessi lög en laumast síðan sjálfir í reykherbergi Alþingis. Þeir eru hræsnarar.
Á hinn bóginn kemur að það hafa verið sett lög sem banna reykingar á skemmti- og veitingastöðum. Það að lögin séu ekki fullkomin finnst mér ekki réttlæta að eigendur knæpanna líti framhjá reykspúandi gestum staðanna og láti sér í léttu finnast að lögin eru sett til varnar starfsfólki þeirra. Til að verja starfsfólkið gegn skaðlegum áhrifum óbeinna reykinga. Það hefur síðan frelsið sjálft hvort það eitri fyrir sjálfu sér eða ekki.

Lausnin er því væntanlega sú að hinir "tvískinntu" alþingismenn lagfæri þessi gölluðu lög. Besta lausnin væri væntanlega sú að gefa leyfi fyrir reykfylltum herbergjum, án allrar þjónustu og viðkomu starfsfólks. Þá gætu reykingamenn framið hægfara sjálfsmorð í friði og þeir reyklausu sloppið morðtilraunir reykingamanna!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli