05 febrúar 2008

Saltkjöt - herramannsmatur?

Bolludagur í gær. Sprengidagur í dag.
Fékk enga bollu í gær, efast um að ég fái saltkjöt í kvöld.
Mér þykir saltkjöt mjög gott. Mætti segja að það væri herramannsmatur; eða hvað?

Mjög óstaðfest skáldsaga úr mínum hugarheimi segir að nokkrar þingkonur af vinstri vængnum hafi tekið sig saman um þingsályktunartillögu. Í tillögunni felst að orðið herramannsmatur verði fellt út úr Íslenskri tungu og nýtt orð fundið þannig að bæði kynin geti notið þess að borða góðan mat.

Talskona ónefnds femínistafélags sagði þetta löngu þarft mál að vekja athygli á. Í orðinu herramannsmatur fælist greinilega kvenfyrirlitning og þetta væri enn eitt dæmið um samantekin ráð karlmanna til að beita betri helminginn óréttlæti. Þetta væri hluti af því kynbundna ofbeldi sem 90% kvenna verði fyrir á lífsleiðinni. Að geta ekki borðað góðan mat án þess að hann beri karllægt nafn!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli