28 febrúar 2008

Að segja sannleikann

Nýlega féll dómur þar sem bloggari var dæmdur til að greiða öðrum bloggara 300 þúsund krónur fyrir meiðyrði, sem og að eyða út tiltekinni bloggfærslu! Bloggarinn kallaði bloggarann rasista án þess að rökstyðja það nægjanlega. (Í þessu ljósi er gott að hafa í huga þetta blogg sem ég skrifaði 31. janúar og fjallaði m.a. um dóm sem féll fyrir skömmu. Þar var maður dæmdur fyrir að misnota systurdóttur sína margsinnis á tæplega árs tímabili. Maðurinn játaði brotið fúslega. Miski stúlkunnar var ívið meiri en bloggarans því henni voru dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur.) Er það ekki bara rétt sem Jónas Kristjánsson segir að það séu bara óhæfir lögmenn sem eru dómarar í Héraðsdómi? Hann segir að annars væru þeir að vinna sem lögmenn með margfalt hærri laun.

Allavega þá vildi ég óska að einhver myndi skrifa eitthvað ljótt um mig á netið. Eða hafa skrifað eitthvað. Ef einhver hefur ábendingar um leynda óvini sem ég á - án þess að vita af því - þá má endilega upplýsa mig um það. Mér veitir ekkert af smá miskabótum til að fjármagna námið.

En án gríns þá get ég ekki ímyndað mér annað en að þetta gæti leitt af sér holskeflu málsókna vegna bloggskrifa. Ef svona tittlingaskítur er nóg til að krækja sér í aur því ekki það?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli