19 mars 2008

Borðaði ég 15 milljónir?

Samkvæmt Visi eru 15 milljónir hæsta boð á Ebay í Kornflexflögu sem lítur út eins og Illinois ríki.

Mér dauðbrá þegar ég las þetta því það er ekki langt síðan ég var að borða Kókópöffs og ég get svarið það að ein kúlan var í laginu alveg eins og jörðin.
Ef einhver vill borga 15 milljónir fyrir Illinois hvað er sá hinn sami tilbúinn til að greiða fyrir alla jörðina?

Og ég borðaði þetta bara eins og hálviti...

1 ummæli: