03 mars 2008

DC++ fréttaskýring!

Feita konan hefur sungið í Héraðsdómi í svokölluðu DC++ máli. Þar voru níu menn sakfelldir fyrir ólöglegt niðurhal og dreifingu á höfundaréttavörðu efni.
Lögreglan réðist inn til mannanna í september 2004. Dómur féll 3. mars 2008.
"Höfuðpaurinn" fékk 30 daga fangelsi skilorðsbundið. Hjá hinum var refsingu frestað haldi þeir almennt skilorð til tveggja ára. Að auki var allur tölvubúnaður gerður upptækur og afhendist Smáís og þeim félögum sem stóðu að kærunni. Meðal þess búnaðar sem afhenda skal Smáís er: (feitletrun mín)
 • SDSL mótald ásamt straumbreyti, ZySEL Prestige 700 (heitir reyndar Zyxel!)
 • Thomson Speed touch 545 (fékk svona þegar ég keypti mér adsl fyrst árið 2003. Það er ekki innbyggt þráðlaust í svona router. Mikill missir!)
 • Færanlegur harður diskur (merktur feita tussan) (what!)
 • Fjöltengi fyrir skjá, lyklaborð og mús
 • Planet GSD-501 100/1000 ethernet switch + rafsnúra
 • Kapall fyrir nettengingu (cat 5)
 • USB snúra
 • Millistykki fyrir skjá
 • DVD skrifari
 • USB box
 • Straumsnúra í tölvu
Þetta er Cat5 snúra eins og var gerð upptæk.

Listinn er miklu lengri. Fullt af tölvum, lyklaborðum, músum og svoleiðis dóti.
Fyrir fjórum árum voru þetta örugglega helvíti góðar græjur en eins og fólk veit er tölvubúnaður fljótur að úreldast. Það má því leiða líkum að því að megnið af draslinu hefði endað í Góða hirðinum eða í Sorpu. Kannski þetta hafi bara komið sér vel fyrir sakborninga. Að þurfa ekki að henda þessu sjálfir á haugana!
Hver hefur t.d. eitthvað með 25 gb harðan disk að gera?

Merkilegur listi samt. Væri gaman að fá að sjá hvernig lögreglan skilgreinir tölvubúnað. Get t.d. ekki séð að DVD skrifari tengist, á beinan hátt, því að sækja og deila höfundaréttarvörðu efni. Mjög mikilvægt að taka tölvumúsina. Menn nota hana jú óspart til að brjóta af sér. Spurning hvort þeir hafi tekið músamotturnar líka? Hvað með skrifborðið og skrifborðsstólinn sem drengirnir sátu á?

Það er einnig áhugavert að í dómnum kemur fram að fjórir lögreglumenn sátu í marga mánuði og horfðu á alla þættina og bíómyndirnar, hlustuðu á lögin og svo framvegis til að ganga úr skugga um að þetta væri höfundaréttavarið efni! (Það var einmitt í fréttum í dag að það væri búið að segja upp öllum lögregluhundunum sem og eigendum til að skera niður kostnað!)
Þá kemur fram að samtals var um að ræða 14 TB af efni sem var gert upptækt. Lögreglan afritaði þessi 14 terabyte á 14 harða diska og tók það átta mánuði! Sérstaklega er tekið fram að um tíma hafi eingöngu verið einn lögreglumaður við þessa vinnu.

Ég veit ekki hvað skal segja meira...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli