17 mars 2008

Ekki skaðabætur nema tjón sé sannað?

Heimir Örn Herbertsson lögmaður Hannesar Hólmsteins sagði við Vísi.is um nýfallinn dóm þar sem Hannes var dæmdur fyrir höfundarréttarbrot:
„Í íslenskum rétti eru almennt ekki dæmdar skaðabætur nema sannað sé að tjón hafi hlotist af viðkomandi skaðaverki."
Gott og vel, ég ætla ekki að rengja þetta né tjá mig sérstaklega um dóminn. Renndi lauslega í gegnum hann og þetta er allt of flókið og leiðinlegt til þess að ég nenni að skoða þetta betur.
Hins vegar þegar ég las þessa frétt fór ég að velta fyrir mér svokölluðu Istorrent-máli sem er í gangi hjá dómstólum þessar vikurnar.
Hvernig ætla SMÁÍS og þau kompaní að sanna tjón sitt af ólöglegu niðurhali? Verður það ekki erfitt?

3 ummæli:

  1. gamli góði smartphone...

    SvaraEyða
  2. þetta var ég...addi

    SvaraEyða
  3. Ég eyddi þessu rusli út þannig að athugasemd Adda gæti litið svolítið spes út:)

    SvaraEyða