26 mars 2008

Frjálshyggjan segir...

Stöku sinnum fáum við fréttir um eymd landsbyggðarinnar. Um daginn var talað við konu í smáþorpi fyrir austan sem var atvinnulaus. Hún hafði misst vinnuna þegar sjávarútvegsfyrirtæki bæjarins fluttist á brott.

Lausn þeirra sem aðhyllast trúarbrögð kennd við frjálshyggju var einfaldlega sú að konan ætti að flytja eitthvað annað eins og sjá má t.d. hér.

Það er sem sagt þannig að fólk á bara að flytja sig um set eftir aðstæðum. Gott og vel. Það eru í sjálfu sér mörg rök með því og rök gegn því líka.
Ég var hins vegar að velta fyrir mér fyrirhuguðum mislægum gatnamótum við Miklubraut/Kringlumýrarbraut. Þar myndast gjarnan umferðarteppa á álagstímum. Það skal leyst með milljarðaframkvæmdum í boði skattborgara að sjálfsögðu.
Svona koma gatnamótin hugsanlega til með að líta út.

Því spyr ég hvort fólk sem er ekki tilbúið til að vera 5-10 mínútum lengur á leiðinni í og úr vinnu eða skóla geti ekki bara keypt sér húsnæði nær vinnustaðnum eða skólanum? Gilda ekki frjálshyggjurökin í Reykjavík líka?

1 ummæli:

  1. Sama skal yfir alla ganga... En ekki í drauma heimi frálshyggjunar... þar á Jón Jónson að bíða á biðlista meðan Séra Jón, Sonur Séra Jóns borgar sig framfyrir og kemst beint í hjartaþræðingu... Svona gerast kaupin í frumskógi frálshyggjunar
    (n.b. ekki mínar personulegu skoðanir)

    SvaraEyða