12 mars 2008

Gjafmildur ráðherra?

Lögreglan á Vestfjörðum hefur fengið Tetra-talstöðvar til að nota við vinnu sína samkvæmt tilkynningu á vef lögreglunnar.
"Björn Bjarnason ráðherra hefur gefið lögreglunni á Vestfjörðum 13 tetrastöðvar..."
"Mikill fengur er í þessari rausnarlegu gjöf ráðherrans..."
"Gjöf ráðherra..."
"dómsmálaráðherra eru sendar þakkir fyrir rausnarlega og góða gjöf."
Flestir netmiðlar birta um þetta hráa frétt í dag, unna beint upp úr tilkynningunni.

Fyrir utan það að engin tilraun er gerð til að segja fólki hvað Tetrastöð er þá finnst mér mjög vafasamt að setja þetta þannig fram að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sé persónulega að gefa talstöðvarnar, nema að þetta sé þannig? Þá þarf það líka að koma mjög skýrt fram. Ég get ekki séð í þessari tilkynningu að hann sé að gefa þetta af sínum eigin peningum.

Spurning hvort Ómar R. velji þetta sem PR-múv dagsins?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli