18 mars 2008

Heilbrigðisstarfsmenn stelast í sjúkraskrár

Mjög áhugaverð frétt í DV í dag.
Tíu starfsmenn Landspítalans hafa orðið uppvísir að því að stelast í sjúkraskrár sjúklinga og brjóta trúnað í starfi. Hinir brotlegu höfðu allir meðal annars farið í sjúkraskrá þekkts einstaklings án þess að hafa fyrir því heimildir og eiga nú hugsanlega yfir höfði sér brottrekstur og kæru.
Í fréttinni kemur einnig fram að starfsmennirnir, sem voru allt frá riturum og niður í lækna og á hinum og þessum deildum, hafi verið ávíttir og beðið sé eftir því að þeir nýti andmælarétt sinn. Að því loknu verður næsta skref tekið.

Nú veltir maður því óneitanlega fyrir sér t.d. hvort þessi þekkti einstaklingur hafi fengið eða fái einhverjar upplýsingar um þetta? Verður honum tilkynnt að tíu starfsmenn spítalans hafi verið með nefið ofan í sjúkraskrá hans, eingöngu til að svala forvitni sinni og jafnvel til að geta slúðrað í næsta saumaklúbbi eða spilakvöldi?

Mig hefur lengi grunað að svona sé í pottinn búið. Kannski réttara að orða það þannig að ég hef talið mig vita að svona gengu hlutirnir fyrir sig. Fólk svalar forvitninni og fær útrás fyrir slúðurþörfina.
Ég hef líka heyrt fleiri en eina og fleiri en tvær sögur úr bankastofnunum. Ein sagan var á þá leið að fólk sæti í hópum með Séð og heyrt og fletti upp þeim sem fjallað væri um. Er hann svona ríkur eins og hann þykist vera í blaðinu?

Á Landsspítalanum komst þetta upp með ákveðnu innraeftirliti sem tekur stikkprufur og athugar hverjir hafa verið að hnýsast. Þá er skoðað sérstaklega hverjir hnýsast um farir þekktra einstaklinga. Hvernig ætli eftirlitinu sé háttað hjá bönkunum?

Það voru næstum 5.000 starfsmenn á launaskrá á mánuði hjá Landspítalanum á síðasta ári. Núna liggja um 5.000 manns undir grun!

2 ummæli:

  1. "allt frá riturum og NIÐUR í lækna" ..voðalega eru ritararnir háttsettir á LSH! ;)
    Annars þarf ekki að segja mér annað en að einhverjir forvitnir bankastarfsmenn skoði þekkta einstaklinga, vini sína, kunningja ofl ofl.

    SvaraEyða