04 mars 2008

Hvaða heimsálfu sleppa þeir?

Sjónvarpsstöðin sýn auglýsir þessa dagana að Formúla 1 fari að hefjast.
Sjónvarpsauglýsingin hefst þannig að það eru skruðningar í sjónvarpinu og síðan birtist setningin "4 heimsálfur" og svo heldur auglýsingin eitthvað áfram með einhverri meiri tölfræði.

Keppnin fer meðal annars fram í Ástralíu, Kína, Mónakó, Brasilíu og Kanada. Því spyr ég hvaða heimsálfu Sýnarmenn telja ekki með?

Það verður að vísu að taka það fram að menn eru ekki á einu máli þegar kemur að því að skilgreina heimsálfurnar. Þessi mynd sýnir þá almennu skilgreiningu sem ég held að flestir noti. Sjö heimsálfur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli