07 mars 2008

Illa nýttar uppfinningar

Einu sinni heyrði ég sögu um mann sem fann upp aðferð til að opna bréf með sykurmolum í einu handtaki. Þetta er svona bréf með tveimur molum og ef maður heldur á því og snýr ákveðinn snúning þá opnast bréfið og molarnir detta ofan í kaffibollann, nú eða á undirskálina ef það stendur til að dýfa sykrinum í kaffið. Sagan gekk út á að það hafi tekið manninn mörg ár að þróa þetta. Finna réttu samsetninguna af lími og hvernig bréfið var brotið utan um og svo framvegis.

Allavega þá var "pointið" í sögunni að hann hafi tekið það svo nærri sér að enginn skyldi nota þessa aðferð, heldur rífa bara bréfið utan af, að hann framdi sjálfsmorð! Hann þoldi ekki að sjá þessa frábæru uppfinningu ekki notaða eins og til var ætlast.

Ég fór því að pæla. Hvað ætli sé að frétta af manninum sem fann upp stefnuljósið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli