22 mars 2008

Landsbyggðin vs höfuðborgarsvæðið

Egill Helga vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Hans helstu rök eru þau að hann býr þarna rétt hjá og það er hávaði af þessu. Það eru ekki rök að hann geti flutt eitthvað annað því hann hefur búið þarna alla ævi!
Það væri örugglega hægt að fá Gísla Valdórsson eða einhvern annan frjálshyggjumann til að segja ríkisstarfsmanninum Agli að hann gæti einfaldlega flutt eitthvað annað ef hann væri ekki sáttur við flugvöllinn. Allavega gat konan á Stöðvafirði flutt eitthvað annað þegar hún fékk ekki vinnu sbr. blogg Gísla.

Ríkisstarfsmaðurinn segir einnig að það sé frekja í landsbyggðarfólki að vilja halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Reykvíkingar eigi að fá að ráða því hvort þessi völlur verði þarna. Enginn annar.

Ég er svo innilega sammála nokkrum sem hafa skrifað athugasemdir við nýjasta flugvallapistil Egils og spyrja hvort þetta sé ekki nákvæmlega eins og með liðið í 101 Reykjavík sem var á móti því að drekkja hálendinu fyrir austan undir Kárahnjúkavirkjun.

Er málið virkilega jafn einfalt og Egill setur það fram? Eiga Reykvíkingar einir að ráða því hvort flugvöllurinn sé í Vatnsmýrinni? Eiga Húsvíkingar einir að ráða því hvort þar rísi álver? Var það Austfirðinga eingöngu að ákveða hvort Kárahnjúkavirkjun ætti að rísa?
Er lífið virkilega svona einfalt eða er Egill bara að einfalda þetta svona?

2 ummæli: