11 mars 2008

Lögreglan bregst fljótt við

Mig hefur lengi grunað að yfirvaldið skoði síðuna mína til að taka púlsinn á því sem er að gerast. Segja má að sá grunur hafi fengist staðfestur í ljósi síðustu færslu. Þar velti ég fyrir mér hversu illa nýtt uppfinning stefnuljósin væru. Hvað gerist? Jú lögreglan fer af stað með átak alla þessa viku þar sem fylgst verður með notkun stefnuljósa og menn sektaðir fyrir að nota þau ekki.

Þetta finnst mér frábært framtak og löngu þarft. Ég hef því hugsað mér að blogga reglulega um hitt og þetta sem viðkemur yfirvaldinu og mér finnst að megi betur fara, í þeirri von að lögreglan bregðist jafn skjótt við.


Annars vona ég að Björn Bjarnason lesi síðuna mína líka. Vegna þess að mig langar að koma því á framfæri að mér finnst sektirnar fyrir að gefa ekki stefnuljós heldur lágar.
Menn sem kalla rasista rasista, kalla hálvita hálvita og svo framvegis þurfa að borga á bilinu 300 til 1.500 þúsund fyrir. Þeir sem gefa ekki stefnuljós þurfa að borga 5.000 kr.

Ég vil hærri sektir Björn...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli