27 mars 2008

Mörðurinn Árni Matt

Nýjasta útspil Árna Matt. dýralæknis og fjármálaráðherra er ekkert annað en pólitískur marðarháttur. Hann sakar umboðsmann Alþingis um að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir á ráðningu Árna á Þorsteini Davíðssyni í embætti dómara fyrir norðan. Um þetta má lesa hérna á Visir.is.

Ég þoli ekki þegar stjórnmálamenn fara í þennan sandkassaleik. Ég er enn þá þeirrar skoðunar að fyrir síðustu alþingiskosningar hafi aðrir flokkar en frjálslyndir beitt pólitískum aðferðum til að komast hjá umræðu um innflytjendur.
Frjálslyndir vildu umræðu um þessi málefni (þeir höfðu að vísu innanborðs plebba sem buðu upp á þá leikfléttu sem úr varð með því að haga umræðunni eins og gapuxar) aðrir flokkar voru hræddir við að ræða þessi mál. Einfaldasta lausnin var því að segjast ekki taka þátt í svona rasistaumræðu eins og þeir frjálslyndu. Málið var aldrei rætt af neinu viti. Enginn vill láta kalla sig rasista er það?
Ekki það að ég hafi í sjálfu sér haft einhverja mjög mótaða skoðun um þessi málefni. Mér þótti bara óþolandi að ekki mætti ræða þetta án þess að fá einhvern stimpil.
Annað mál sem má nefna er eftirlaunafrumvarpið. Það eru jú allir á móti því og hafa alltaf verið. Engu að síður var það samþykkt á Alþingi og verður líklegast aldrei afnumið. Þetta er pólitískur tvískinnungur.

2 ummæli:

 1. Umræða sem byrjar á grein eins og Ísland fyrir íslendinga getur aldrei orðið heilbryggð umræða...
  Ef við ætlum okkur að tæka útlendingaumræðu verðum við fyrst að kyngja stoltinu og viðurkenna að við erum búin að drulla uppá hnakka... við tökum á móti fólki án þess að gera eitthvað í því að redda því húsnæði, án þess að týma að borga því mannsæmandi laun, án þess að mennta fólkið eða reyna að aðlaga það að íslandi. Það sem við höfum er því alltof mikið af dæmum um fólk sem býr í tjöldum eða í ólöglegu iðnaðarhúsnæði, með skít og kanil í laun og ófært um að hafa nokkur tjáskipti við okkur nema á sínu heimamáli. Ekkert af þessu er þessu fólki að kenna...

  auk þess... ef maður flettir upp í íslandssögunni og spyr sig... hvað átti það fólk sem flúði landið fyrir meira en 100 árum og flutti til Kanada og USA sameiginlegt???
  Svar: fólkið var fátækt og sá ekki framá að geta bjargað sér á Íslandi. Það fólk sem nú er að flýtja, aðallega frá gömlu austantjaldslöndunum er í sömu aðstöðu og það fólk sem flúði héðan. Fólk sem hefur þurft að stela, svíkja og ljúa til að lifa af heima fyrir, hættir því ekki á einni nóttu eingöngu vegna þess að það er komið til Íslands, ekki síst ef það kemur inn í þann veruleika sem því er boðið uppá hér á landi.

  SvaraEyða
 2. Kristján, þú getur ekki sagt að það sé allt saman íslenskum stjórnvöldum að kenna að fólkið aðlagast ekki og sagt "Ekkert af þessu er þessu fólki að kenna...". Auðvitað verða þau líka að sýna frumkvæði.

  Er sammála því að það þarf betra kerfi til að taka á móti innflytjendum - en það þarf tvo til. T.d. er alþjóðahús rekið í Rvk sem að útlendingar geta komið í og fólk þar í sjálfboðavinnu við að kenna íslensku. Þér finnst kannski að ríkið ætti að skaffa starfsfólk til að ná í útlendingana, taka þá og fara með þá niður í alþjóðahús og láta þá læra íslensku? Eins og ég segi, þarf tvo til og auðvitað þarf að bæta margt.

  En að öðru. Er sammála þér Andri með Árna Matt. Er ótrúlegt að hann hafi látið þetta út úr sér. Tvískinnungurinn er víða. T.d. þegar verið er að spyrja þingmenn hvort þeir séu sammála því að skerða eigin eftirlaun - þeir vilja ekki svara. En afhverju segja þeir ekki bara nei? Ég myndi skilja þá hreinskilni. Ekki myndi ég kjósa með því að skerða mín réttindi.

  Líka sammála þér með útlendingaumræðuna. Má ekki nefna innflytjendur þá er maður orðinn rasisti. Ótrúlega ómálefnanlegt.

  Hér með held ég að ég hafi sett persónulegt met í að vera sammála þér!

  SvaraEyða