11 mars 2008

Niðurskurður á Suðurnesjum - lausnin

Lögregluembættið á Suðurnesjum þarf að skera niður. Menn hafa áhyggjur af því að landið opnist og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég er með lausn. Hún líka mjög einföld.
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hætti að leggja mesta áherslu á að taka einhverja með skinkubita, ostbita, ipod, einni bjórkippu of mikið eða karton af sígarettum.

Með því að hætta að velta sér upp úr þessum atriðum má fækka tollgæslumönnum um 2/3. Restin af starfsfólkinu myndi halda áfram að berjast gegn innflutningi eiturlyfja sem er að mínu mati meira vandamál en bjórdósirnar tvær sem ég var tekinn með vorið 2000, eftir næstum 2 klst. ferli þar sem engu var hlíft nema anus!

Þessir hundar búa í Malasíu og eru sérþjálfaðir
í að finna geisladiska og DVD diska.

Sel það ekki dýrar en ég keypti það en sagan segir að tollgæslan hafi verið með tilraunaverkefni í gangi sem gekk út á að þjálfa hunda í að finna ólöglega iPod spilara og fartölvur. Skil ekki af hverju það hefur aldrei komið neitt um þetta í fjölmiðlum...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli