13 mars 2008

Of gott til að vera satt?

Gullna setning internetsins er þessi "of gott til að vera satt?"

Þetta er einföld spurning. Svarið ætti ekki að vera flókið heldur; í flestum tilfellum allavega. Ef það er einhver vafi myndi ég frekar segja já en nei.

Ef einhver vill vinna í lottói þá er vinningsmiðinn hérna.
Maður þarf ekki einu sinni að taka þátt í einu né neinu. Bara að fá vinninginn útborgaðann.
Reyndar þarf maður að borga eitthvað aðeins fyrst en það er ekki nema brot af því sem maður fær til baka. Skilmálarnir eru ekki nema 15 blaðsíður í Word. Þar eru ýmisleg vafasöm atriði sem fólk "samþykkir" með þátttöku sinni.

Ég ætla allavega að afsala mér þessum vinningi. Ekki af því ég á nóg af peningum þó!

Að lokum langar mig að koma því að (enn einu sinni) að það er ekki verið að fara að loka Hotmail og Messenger og því öllu né stendur til að rukka fyrir það. Málið er ekkert flóknara en það.
Þetta eru allt of heimskuleg bréf til að eðlilegt fólk taki þátt í þeirri vitleysu að senda þetta áfram og áfram. Sem endar með því að einhverjir drullusokkar komast yfir þessa pósta sem eru búnir að safna til sín hundruðum og þúsundum netfanga til að senda ruslpóst.
Svo skilur fólk ekkert í því þegar það byrjar að fá ruslpóst á fullu!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli