15 mars 2008

Smá breytingar

Ég hef gert smá breytingar á síðunni.
Tók út gamla athugasemda-kerfið og setti inn nýtt athugasemdakerfi. Það er kerfið sem fylgir Blogger, þeim sem hýsa allt draslið.

Ástæðan er meðal annars sú að hér áður fyrr var kerfið sem Blogger bauð upp á nánast ónothæft. Það var einfaldlega lélegt.
Núna er það hins vegar bara orðið hið bærilegasta. Ekki mjög frábrugðið því gamla.

Því er ágætt að hafa þetta bara allt saman á sama staðnum.
Þeir sem hafa Gmail reikning geta notað hann til að kommenta undir því nafni. Eða þá bara skrifað nafn sitt handvirkt. Eða í versta falli skrifað nafnlaust.

2 ummæli: