06 apríl 2008

Daglega lífið hefst á ný

Áður en ég tilkynni að ég sé kominn heim frá Portúgal ætla ég að tilkynna að ég fór til Portúgal á laugardaginn fyrir rúmri viku og kom heim í gærkvöld.
Ég fór þangað til að æfa fótbolta á grasi í góðu veðri. Það heppnaðist með ágætum má segja. Veðrið var magnað og grasið grænt.
Það er svo að segja megin ástæðan fyrir því að ég hef ekkert skrifað hérna síðustu daga.

Svo ég tækli að það helsta sem hefur gerst síðustu daga í fáum setningum þá er þetta c.a. þannig að ég fór úr Val í Fjölni. Það gerðist c.a. korteri fyrir æfingaferð beggja liða. Ég endaði því á að fara í næstu flugvél við hliðina ef svo má að orði komast og fljúga til Portúgal í stað Tyrklands.
Ég mun því spila með Fjölni í Landsbankadeildinni næsta sumar.

Samfélagið virðist hafa gengið þokkalega án mín. Menn náðu að hægja á umferð til að mótmæla háu bensínverði.
Portúgalferðin mun hafa verið fjármögnuð að mestu leyti með VISA. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig gengið verður seinna í mánuðinum þegar reikningurinn verður gerður upp. Mun ég hagnast eða mun ég tapa á gengisáhættu? Það kemur allt í ljós.

Þeir ágætu menn sem eiga Blogger sem hýsir bloggið mitt hafa loksins orðið við mínum óskum. Þannig er mál með vexti að ég fæ oftar en ekki 2-5 hugmyndir í einu þegar ég er að blogga. Þá nenni ég alls ekki að henda öllum bloggunum inn í einu því mér þykir betra að henda reglulega inn bloggi í staðinn fyrir 4 í einni biðu og svo ekkert næstu 3 daga.
Nú bjóða þessir meistarar upp á tímastilltar færslur þ.e. að ég skrifa færsluna núna (er búinn að ákveða hvað ég ætla að skrifa) og stilli hana þannig að hún birtist einhvern tímann í kvöld eða nótt. Ekki eðlilega sniðugt.

Svo er smá tilraun í gangi á blogginu líka. Eins og þið sjáið til vinstri hef ég valið nokkur blogg úr bloggsafnaranum mínum sem munu birtast hér til hliðar. Þetta eru blogg hjá fólki sem ég þekki (og þekki ekki) og bloggar reglulega. Svo má einfaldlega smella á nafnið og þá opnast bloggið í nýjum glugga.
Ég ætla að hafa þetta inni til tilraunar í smá tíma. Aðal atriðið er að síðan verði ekki þung í vinnslu.
Ef einhverjir telja bloggið sitt eiga skilið sæti þarna þá er þeim velkomið að senda mér línu og ég sé til hvað ég get gert.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli