10 apríl 2008

Deyja engir í Írak þessa dagana?

Merkilegt að eftir látlausar fréttir í nokkur ár - nánast upp á dag - af sjálfsmorðsárásum og annarskonar morðum í Írak virðist sem ekkert sé að gerast þarna austurfrá. Allavega ef mið er tekið af fréttum fjölmiðla síðustu daga.

Ef vörubílstjórar halda áfram að mótmæla háu olíuverði, útlendingar halda áfram að mótmæla grísktendruðum ólympíueldi og krónan heldur áfram að flakka er aldrei að vita nema ástandið fyrir austan lagist. Eða heldur sá söngur áfram þegar fyrrtöldu atburðunum lýkur - sem gerist klárlega áður en ástandið fyrir austan lagast.

1 ummæli:

  1. Já það gæti vel verið að Rumsfield og hans sérfræðingar séu loksins búnir að leggja lokahönd á mannúðarsprengjurnar, sem hann sýndi fréttamönnum þegar innrásin i Írak var gerð.

    Þannig að hver veit nema að kaninn geti núna bombað landið aftur í miðaldir án þess að nokkuð mannsfall verði.

    SvaraEyða