30 apríl 2008

Gamli- og nýi tíminn

Ég held áfram að blogga úr skólanum. Enda er ég þar mestan part úr sólarhringnum. Mig langaði til að sýna ykkur samanburð á því hvernig tímarnir breytast í Háskólanum. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks hefur risið gríðarlega með nýbyggingunum. Mest framúrskarandi af öllu eru þó sjálfsalarnir! Já mikið rétt. Ég hef áður bloggað um gamla en glæsilega gossjálfsalann í Odda.

Hér er mynd af gamla sjálfsalanum til upprifjunar.

Þessi gamli er alveg glæsilegt eintak. Hann er svo gamall að upphaflega verðskráin (sem sést mjög óljóst) miðast við alin vaðmáls!

Nú eru hins vegar breyttir tímar. Breyttum tímum fylgir ný tækni og viti menn...


Nýjasti sjálfsalinn á svæðinu. Hann er svo "fansí" að maður þorir hreinlega ekki að snerta hann. Í fljótu bragði gat ég ekki séð að það væri hægt að nota peninga í hann. Mig grunar að maður þurfi að fá ígrædda örflögu og þá dugar bara að hugsa hvað mann langar í.

Þið ættuð að sjá kaffisjálfsalann. Ég er ekki frá því að það sé gvatemalskur bóndi inn í honum að rækta kaffi og hella upp á...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli