13 apríl 2008

Ögmundur Jónasson - hræsnari vikunnar?

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Ögmund Jónasson Vinstri grænan alþingismann.
Honum finnst óþolandi að það séu Saga class farrými í þotum Icelandair. Af hverju skil ég ekki.

Þegar Ögmundur fer í vinnuferðir þá situr hann á þessu Saga class farrými.
Ég sit iðulega þarna, einfaldlega vegna þess að ég á ekki annarra kosta völ ef miðinn er þannig

Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að neyðast til að sitja fram í með þotuliðinu eins og Ögmundur. Á maður virkilega að trúa því að það sé ekki nokkur leið fyrir alþingismenn að fá sæti á venjulegu farrými sem eru allt að tugfalt ódýrari en fram í?

14 ummæli:

 1. Hann kannski fær ekki að sitja með almúganum,ég get bara ekki annað en tekið ofan fyrir honum að segja frá þessu svona,annað en hrokinn og viðbjóðurinn í svörum Geirs og félaga um einkaþotubruðl og fleira nokk.
  Með venstrekveðju..Hringbrautarkomminn.

  SvaraEyða
 2. Eflaust er þetta rétt hjá Ögmundi. En er það ekki óeðlilegt ef þingmaður vill sitja á almennu farrými, þar sem miðinn kostar frá 15 þúsund krónum, en fær það ekki?

  SvaraEyða
 3. Jú að sjálfsögðu....einkaþotubruðlið er alvarlegra og hroki þessa fólks er óþolandi,hvar er jafnaðarstefna samfylkingar núna,held hún sé týnd!

  Hringbrautarkomminn

  SvaraEyða
 4. Sammála því. Ríkisstjórnin öll virðist vera í tómu rugli. Menn á endalausum ferðalögum hingað og þangað. Misjafnlega mikilvægum. Svo þetta bölvaða rugl með einkaþoturnar.
  Það má færa rök fyrir allskonar vitleysu með því að bera fyrir sig tímasparnaði. Hvað ætli myndi sparast mikill tími ef ríkisstjórnin hefði þyrlu til afnota?

  SvaraEyða
 5. Þetta lýsir vel afturhalds og forræðishyggjunni sem Vg predikar. Það eiga allir að gera hitt og þetta og því skal komið á með boðum og bönnum. það er nú frægt þegar að þeir héldu landsþingið og þar var skorað á að sporna við meiri umferð og þeirri mengun sem henni fylgir. Þá fór einn fundarmaður upp í púlt og bað þá sem í salnum voru og komu á fundinn hjólandi, labbandi, fjölmenntu í einkabíla eða tóku strætó um að rétta upp hönd Það var svo merkilegt með það að það var einn forræðishyggjuafturhaldari sem rétti upp hönd. Segir meira en segja þarf um tvískynninginn á þessum bænum.

  SvaraEyða
 6. Enn og aftur eru menn til í að drulla yfir VG þetta er ekki eini vettvangur þess og ekki ætla ég að taka upp hanskann fyrir þá að fullu og ekki ætla ég að svara fyrir þetta tiltekna mál.
  En það er mér hulin ráðgáta að enginn skuli sjá það að í mörgum tilfellum hafa þeir rétt fyrir sér og ég veit ekki alveg hversu mikið menn geta réttlætt hægri öfgastefnuna þessa dagana.
  Getur ekki verið t.d að stóriðjuframkvæmdir fyrir eystan hafi eitthvað að segja um það efnahagsástand sem nú ríkir.
  Hvað ætla menn að gera?
  Er ekki lýðnum ljóst að ungt fólk er ekki vel statt að kaupa sér húsnæði t.d.

  Kv Hringbrautarbyltingasinninn

  SvaraEyða
 7. Það er náttúrlega þannig að VG er ekki í ríkisstjórn og hefur lítil ef einhver völd. Kannski í einhverjum nefndum en heild yfir svo gott sem ekkert.
  Því sé ég ekki alveg ástæðu til að vera endalaust að hamra á þeim og þeirra stefnu. Hvernig væri að veita núverandi stjórnarflokkum meira aðhald?
  Ofan á þetta þá sjáum við þess skýr merki að stefnumál og áherslur virðast breytast töluvert þegar flokkar komast í stjórn eða fara úr stjórn. Nýleg dæmi eru Samfó og Framsókn. Hver veit nema VG væri bara allt annar flokkur ef þeir kæmust í ríkisstjórn?

  SvaraEyða
 8. Að kenna stóriðjuframvæmdum fyrir austan stendur á frekar veikum stoðum. Efnahagslægðin núna hefur jú verið nefnd "Bankakreppan" eða "Bankabólan" og er hún ekki bara hér á landi heldur víða í heiminum og allt undirmálslánum í Bandaríkjunum að kenna.

  Sagt hér að ofan að "einkaþotubruðlið sé alvalegra" og þá verið að viðurkenn að bruðlið í Ögmundi sé alvarlegt?

  Sé enga hugsjónarmenn í VG - því miður þar sem það ætti nú að vera hugsjónaflokkur. Held það sé rétt hjá þér Andri að með VG í stjórn yrðu ekki miklar breytinar.

  Það er í raun engin hulin ráðgáta afhverju fólk sér ekki þegar VG slumpast á eitthvað gáfulegt í tíma og tíma. Ef eitthvað er gert byrja þeir að mótmæla og vera á móti. Getur vel verið að eitthvað sé réttilegt, en þeir eru búnir að koma sér í þá stöðu að um leið og frétt byrjar með X eitthvað Í VG - þá nennir fólk ekki að hlusta.

  SvaraEyða
 9. Full harkalegt að segja "allt" í fyrstu málsgrein, en að stórum hluta til.

  SvaraEyða
 10. Held ég verði að svara örlítið fyrir mig.
  Ég tek það skýrt fram að pólitískar skoðanir mínar samsvara sér ekki alltaf með VG t.d er ég hlynntur því að skoða alvarlega að ganga í Evrópusambandið.
  Ég ásamt mörgum,t.d nokkrum hagfræðingum (sem er örugglega mútað af VG) telja að þessi mikla innspýting fjármagns og þá m.a í framkvæmdum fyrir austan hafi verið of harkaleg fyrir hið íslenska efnahagskerfi.
  Ég er ekki á móti því að uppbygging atvinnustarfsemi eigi sér stað á landsbyggðinni þó einhverjir vilji túlka þetta þannig.
  En af bruðli,þá er þessi umræða hjákátleg miðað við alla spillinguna og peningavinapotið í Framsóknarflokknum þegar þeir t.d gáfu bankana.
  Ísland á aldrei ég segi aldrei eftir að bíða þess bætur að Framsókn var með of mikil völd.....

  Hringbrautarkomminn

  SvaraEyða
 11. Já mörgu má um kenna það er öruggt, En það er ekki bara á austurlandi þar peningum hefur verið spítt inn í hagkerfið. það sama hefur átt sér stað á suðvesturhorninu. það hafa heilu íbúðarhverfin sprottið upp samhliða Kárahnjúkavirkjun og að miklu leiti hafa þessi hverfi sprottið upp með erlendu lánsfé sem bankarnir dældu hér út. Þessvegna leiðist mér að heyra þegar að VG einblínir alltaf á stóriðjuframkvæmdir. Þetta er eins og einhver trúabrögð hjá þeim. Sem sannar það sem mig hefur grunað lengi að Vg eru meira farnir að líkjast sértrúarsöfnuði frekar enn pólitískri hreyfingu.

  SvaraEyða
 12. Finnst ekki hægt alltaf bara að benda á eitthvað verra til að verja einhvern málstað, sem þú hefur gert tvisvar hér að ofan. Réttlætir ekki bruðl að benda á annað meira bruðl er það?

  SvaraEyða
 13. Ég held að ég reyni að hafa þetta stutt,ég hef yfirleitt gefist upp fljótlega í rökræðum um pólitík.
  Þessir frasar sem andstæðingar VG hafa komið sér upp eru óþolandi.
  Sértrúarsöfnuður,vilja aftur í torfkofa,eru á móti öllu og vilja lifa á að tína fjallgrös.
  Á ég að fara í sama gír,þeir sem styðja og kjósa íhaldið og framsókn studdu morð á saklausum börnum í Írak,Þeir hinir sömu eru á móti konum,öryrkjum og öldruðum.
  Nei svona virkar þetta ekki,nú ætla ég ekkert að bera í bætifláka fyrir ummæli Ögmundar,ef hann er að bruðla með sagaclass sæti þá er ég á móti því,alveg jafn mikið og ég er á móti því að "vinum" framsóknar flokksins eru ævinlega réttir milljaraðar án fyrirhafnar.
  VG eru ekki gagnrýnisfríir hjá mér,ég get haldið langa tölu um það sem er miður og hvað mætti laga í flokknum en ég ætla ekki að gera það,mínar skoðanir rúmast enn best innan þessa flokks.
  Ég er með sjálfstæða hugsun og held því áfram.
  En þið sem vitið allt og viljið planta álverum um allt ættuð að aðeins að hugsa um af hverju svona er komið á landsbyggðinni.
  Kvótakerfið?
  Landbúnaðarstefnan?
  Samgöngur?

  Hvernig hafa þessir gúbbar sem hafa ráðið staðið sig.
  Nei við skulum bara sitja með krosslagðar hendur og segja,komið með álver fyrr geri ég ekkert.

  Hringbrautarkomminn

  SvaraEyða
 14. Skil vel að þú gefist fljótlega upp í pólitískum rökræðum.

  SvaraEyða