09 apríl 2008

Hægri - vinstri eða norður - suður

Hlustaði í smá stund á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.. Þegar ég opnaði fyrir útvarpið var að hefjast viðtal við lektor við Háskóla Íslands. Það var víst einhver kynning á námi við Háskólann sem fór fram á Háskólatorgi.

Í lok viðtalsins var lektorinn spurður hvar þetta Háskólatorg væri svona fyrir fólk sem ekki vissi. Svarið var að Háskólatorgið væri vinstra megin við Aðalbygginguna!

Vandamálið er bara að hann gleymdi að segja í hvaða átt maður átti að snúa til að vita hvað væri vinstri - ef svo má að orði komast. Þetta orðalag hefði ekki verið samþykkt í minni sveit. Það er ljóst. Hvað þá frá hámenntuðum manni í Íslenskri tungu.

4 ummæli:

 1. Góður, ekki veit ég hvernig Húsvíkingar ræða áttir en ég veit að í Hörgárdalnum fór nyrðra beltið af ýtunni einhvern daginn, hm, hvernig skyldi hún hafa snúið?

  Þar sitja menn líka sunnan og norðan við eldhúsborðið.

  SvaraEyða
 2. Midast væntalega vid ad thù snùir ad adalingangi. Ég veit ekki med thig en ekki geng ég um med àttavita à mér.

  SvaraEyða
 3. Ég veit með mig. Ég geng ekki með áttavita á mér. Get samt alveg sagt svona c.a. hvaða átt er hvað. Maður þarf engan áttavita til þess:)

  Hvað ef Palli ætlaði að mæta? Ég veit ekki hvort hann sé búinn að læra muninn...

  SvaraEyða
 4. En það verður náttúrulega að taka tillit til þess að átt er ekki bara einhver átt...verður að taka inn í það ýmsa þætti eins og hefði verið gott að tala um Segulstefnu? Kompásstefnu? því er mikilvægt að að gera segulskekkjuleiðréttingu, svo ekki hefði farið milli mála í hvaða stefnu umrædd átt væri í þess tilviki...líklegast hefur maðurinn ekki haft tíma í þessar leiðréttingar. En þær eru mjög mikilvægar...haha:p

  þannig að það er að ýmsu að hyggja.

  SvaraEyða